Sófabúðir.

Síðastliðið ár og rúmlega það höfum við skötuhjú verið að breyta, bæta, laga og henda út af okkar heimili.

Fljótlega eftir að við fluttum hér inn byrjuðu pælingar með pláss hér fyrir utan húsið sem okkur fannst dautt -og þjónaði ekki öðru hlutverki en að geyma ruslatunnuna.  Eftir marga hringi og enn fleiri pælingar fórum við af stað með góðum grönnum og fórum að reyna við arkitekta og bæinn til að fá samþykkt að byggja á þessum bletti. Það tókst eftir marga marga mánuði og endalausa hnúta sem þurfti að hnýta. Nú á milli hátíðanna var smiðshöggið svo rekið á framkvæmdina þegar parketið var lagt. Og þar með telst húsið tilbúið. 

Oft höfum við á þessu ferli nánast gefist upp og fengið ógeð á framkvæmdum. Það að bardúsa svona heima hjá sér og búa svo í draslinu er ekkert grín. 

Í sumar var betri helmingurinn nánast fleginn lifandi þegar ég gekk inn í húsið. Þá var hann með bollaslípivél og var að pússa gólfið. Hafði tilkynnt mér hátíðlega að ekkert þyrfti að arisera, taka út húsgögn eða breiða yfir - því rykið færi beint í ryksuguna. YEA RIGHT!!!! Þegar ég kem inn í húsið fékk ég taugaáfall og öskraði eins og smá stelpa. Húsið mitt  var á KAFI í ryki. Myndirnar mínar ´á veggjunum voru eins og myndir í draugahúsamyndum frá henni Ameríku. Mér var EKKI skemmt..... 

Þetta er að sjálfsögðu allt gleymt (nema í minningunni!). Þegar húsið er svo tilbúið þarf að skoða húsgögnin. Og niðurstaðan er sú að ALLT þarf að fara.... ef það þarf ekki að fara þá verður það að fara. Því húsmóðirin stendur á því fastar en fótunum að það passi ekki inn!!

Vegna þessa fórum við í bæjarferð í dag. Grísirnir fóru til ömmu í pössun og við af stað. Við fórum í allar húsgagnaverslanir bæjarins sem selja sófa undir milljón. 

Eftir þá ferð koma tveir sófar til greina, eitt sófaborð, nokkur borðstofuborð. Geðheilsan var farin og heilasellurnar fáu sem lifðu eru dauðar. 

Þetta finnst mér leiðinlegra en að kaupa bíl. Enda varð ég að fara heim og hvíla mig eftir þetta allt saman - áður en ég náði í börnin. 

Ég eyddi því deginum í það að færa mig á milli sófa. .........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband