X-factor

Var að horfa á X-factor.  Þett var hin besta skemmtun - en aðallega fyrir fullorðna fólkið. Því skotin á milli dómaranna voru á köflum ekki við hæfi ungra barna!

Það var tvennt sem vakti sérstaka athygli mína.

Annars vegar búningar eins sönghópsins. Þær voru eins og Karíus og BaktusGrin. Í rauðköflóttri skyrtu og með úfið hár. Það vantaði bara hamarinn til að berja í tennurnar..... 

Svo var það aðferð Ellýjar við að velja á milli síðustu tveggja keppendanna. Hún valdi Jóhönnu því hún væri frá Svíþjóð. En færði þau rök að hin stelpan myndi spjara sig, sem er vafalítið rétt. En ég myndi ekki vilja vera valin af því ég væri frá Bolungarvík!

Ef einhver þekkir þessa Höllu má sá hinn sami benda henni á frá mér að henda handritinu og vera aðeins frjálslegri. Af leikkonu að vera var hún alltof stíf, stirð og gervileg. 

Góða nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Alveg sammála þér í einu og öllu nema  með búningana hjá stelpunum sem sungu Cybdi Lauper lagið....ok þeir voru ekkert æðislegir en...þær voru flottar.

Júlíus Garðar Júlíusson, 26.1.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Alveg sammála þér í einu og öllu nema  með búningana hjá stelpunum sem sungu Cybdi Lauper lagið....ok þeir voru ekkert æðislegir en...þær voru flottar.

Júlíus Garðar Júlíusson, 26.1.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband