Oprah!

Ég horfi oft á Opruh á morgnanna. Ágætt til að koma sér í gang!  Feðgarnir, Kiddi og Haukur, hafa oft gert grín að mér með þetta Óperu (eins og Kiddi orðar það) áhorf. 

Í gærkvöldi kom það sér hins vegar að góðum notum. Því við vorum að horfa á Meistarann og þar kemur spurningin "hvaða gjaldmiðill er notaður í Suður-Afríku". Ég gala strax RAND.... Haukur verður hálf tómur í framan og hugsar örugglega að ég sé biluð. Nei nei þá kemur Logi með svarið og það var RAND!! Þá leit Haukur á mig og spurði hvernig í ósköpunum ég vissi þetta.... þá er svarið það að á miðvikudaginn sá ég þátt með henni Óperu þar sem hún var spurð hvað hún væri með í veskinu sínu. Og í töskunni var Rand frá Suður-Afríku því hún var nýkomin þaðan.

Segið svo að Oprah geti ekki kennt manni eitthvað! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband