Vinkona

Ég á vinkonu, sem ég hef átt síðan ég var lítil. Hljómar frekar illa núna!! En þessi ár eru orðin mörg. 

Lífið hefur ekki alltaf leikið við hana. Æskan var oft á tíðum erfið og síðastliðin áratug eða svo hefur hún glímt við erfið veikindi. Stundum hefur maður haldið að baráttan myndi tapast en á undanförnum 3 árum hefur hún náð ótrúlegum framförum. Hún hefur sæst við sjálfa sig og sín veikindi og stendur í dag uppi sem sigurvegari.  Hún á meira að segja nýjan kærasta sem hún kynntist á frábærum staðTounge

Þessi vinkona mín kom í heimsókn eitt kvöldið í vikunni - og mikið var gaman að hitta hana, taka utan um hana og spjalla saman um allt og ekki neitt. 

Takk fyrir komuna mín kæraSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 08:03

2 identicon

Ég (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband