Bónus dónar!

Ég fékk snilldarhugmynd í dag. Það var svo gott veður að ég fékk Hauk til að rölta í Bónus. Við erum by the way með einn í vagni og annan í kerru. Það gekk ágætlega að rölta niður eftir - fyrir utan smá "golu".  Það fór í mínar allra fínustu - en allt í lagi. Ég bað um þennan göngutúr og fékk hann!

Í Bónus kvað við annan tón. Þar var þetta eins og eitthvert upplausnar ástand væri í búðinni. Eins og lokað væri næstu vikurnar. Fólk ruddist áfram og var voðalega pirrað. Við vorum nú bara með vagninn,s skildum kerruna eftir fyrir utan. En vorum eðlilega með innkaupakerru og vagninn.

Í mjólkurkælinum hefði ég getað sagt mér að þetta yrði hrikaleg búðaferð, því fólk stillti sér upp í röð og beið pirrað eftir því að maður setti mjólkina í kerruna, svo lá leiðin í grænmetið og þar var sama geðveikin í gangi. Fólk ruddist fram og til baka og helst VARÐ að reka innkaupakerruna í vagninn í hvert sinn. 

Það var þó ein kona sem við vorum farin að skemmta okkur konunglega yfir. Hún þrammaði um búðina með kerruna. Var  stórskorin kona og með mikinn morðsvip í framan. Við komumst að því að henni liði bara svona illaTounge. Það er búið að heilaþvo okkur svo vel af svona andlegum pælingum! 

Alla veganna þrammaði konugreyið með kerruna sína sem vörn um búðina. Hún virtist óvanalega oft vera á eftir okkur. Þá kom ekki - viljið þið færa ykkur - heldur keyrði hún á vagninn og stóð svo og horfði í aðra átt.... Frekar pirruð!  Þegar þetta var búið að gerast nokkrum sinnum og hún var enn einu sinni komin fyrir aftan okkur þá sagði ég frekar hátt þegar hún labbaði framhjá, að greinilega væri fólk fljótt að gleyma (þ.e. þessu barnavagna  - barnastússi).  

En ég komst að því (sem ég vissi svo sem fyrir) að ég er ekki gerð fyrir mikið meira fólk en mig og mína í búðum. Ég þakkaði a.m.k. fyrir að vera ekki með alla þrjá vakandi og þar af tvo á fæti. Sem er oft mikið verk að fylgja eftir, en þökk sé Supernanny eru búðaferðir auðveldari eftir að ég lét þá hafa hlutverkWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband