7.2.2007 | 18:57
Dagur 2
Fyrsta Erla systir vorkennir mér ekki rassgat fyrir að vera ekki með stöð 2 þá bara held ég áfram þessu væli og vona að einhver vorkenni mér.
Alla veganna þá gekk dagurinn ágætlega fyrir sig. Ég fór í rölt um Mosfellsbæinn og var sonurinn vaknaður þegar ég kom heim. Svo ekki saknaði ég sjónvarpsins þá stundina - ja eða húsverkanna.
Dagurinn hefur svo liðið voða ljúflega við hlustun á Bylgjuna.
Ég tók fyrir slysni eiginlega gardínurnar í stofunni og þreif þær. Ekki veitti af. Var reyndar búin að ákveða að sleppa þessum þrifum þar sem ég er ein með allt stóðið en þar sem sá yngsti ákvað að sofa ekki neitt var þetta bara fínt.
Hef því reynt að "ofreyna" mig ekki þar sem ekki nýtur Hauks við í kvöld. Það hefur gengið vel!
Annars ætla ég að njóta kvöldsins með Skjá einum og því sem er í boði þar.....
En það eru engin fráhvars einkenni af Stöð 2, börnin taka ekki eftir að hún er farin. Svo við erum bara í góðu skapi........................ ennþá!
Nú liggur nr 3 og biður um að sér sé sinnt.
kv. húsmóðirin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.