Inniskór með minni!

i_120_pÞar sem ég hef verið Stöðvar 2 laus í viku er ég farin að horfa á ýmislegt í sjónvarpinu. Í dag ber svo við að börnin eru flest veik og því kveikt á sjónvarpinu, þ.e. á öðru en útvarpinu.  Þegar ég sat og gaf yngsta barninu sopann sinn var á skjánum Vörutorg sem sýnt er á Skjá einum.  Þar var óborganleg vara til sölu - Inniskór sem muna eftir þér! 

Kynnirinn setti þessa fullyrðingu fram aftur og aftur. Ég fór að velta fyrir mér hvernig inniskórnir myndu eftir þér. Skórnir eru búnir til úr svipuðu efni og Tempur dýnurnar og koddarnir. Nú á ég hvoru tveggja og ekki hef ég orðið vör við það á kvöldin að koddinn minn bjóði mig velkomna í draumalandið - eða rúmið gelti á mig ef ég leggst "vitlausu megin". 

 Ekki er því að neita að þessir skór líta voða vel út. En ég veit ekki hvort ég verði í sjöunda himni með að ganga á þeimGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband