12.2.2007 | 15:33
Dagur 7
Jæja ég hef ekki haldið út daglegum færslum um þetta Stöðvar 2 leysi.
Þetta hefur gengið furðuvel, mikið betur en ég átti von á. Ég er farin að horfa á Skjá einn og Sirkus (eitthvað sem ég hef aldrei gert). Einnig er ég farin að hlusta meira á útvarp.
Börnin sakna ekki barnatímans - kannski vegna þess að þeir hafa ekki getað reist höfuð frá kodda sl 3 daga!
Ég er bara búin að komast að því að það er til líf fyrir utan Stöð 2 og held svei mér þá að sjónvarpið hafi rænt mig miklum tíma í gegnum árin, sem hefði verið betur varið í eitthvað annað uppbyggilegt.
Svo Erla þarf ekki (frekar en fyrri daginn) að vorkenna mér rassgat
Athugasemdir
Hehe, og ég er ekki farin að vorkenna þér ennþá. Reyndar spurning með skemmtunina þarna í Flensubælinu í Reykjahverfi. Bið að heilsa litlu lasarusunum mínum.
erlaperla
erla (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.