Varmá

Ég gat ekki annað en glott út í annað áðan þegar ég sá frétt á mbl.is þess efnis að Úrskurðarnefnd skipulags-og byggingarmála hefði skikkað Mosfellsbæ til að hætta framkvæmdum við Helgafellsbrautina sem liggur nærri Álafosskvosinni.

Þetta mál er orðið að miklu hitamáli hér í bænum, svo vægt sé til orða tekið. Fyrir viku síðan var frétt á RÚV þar sem bæjarstjórinn var sýndur sem dyravörður í safnaðarheimilinu. Þar var bærinn með fund þar sem einungis þeir sem búa í kvosinni fengu aðgang. Og þá meina ég engir aðrir. 

Mér fannst stjórinn ganga heldur hart fram þar sem fólk þurfti að gera grein fyrir sér í dyrunum og á frekar dónalegan hátt tilkynnti hún fólki að ef það hefði ekki fengið bréf ætti það ekki seturétt á fundinum. Þetta er hægt að sjá í sjónvarpsfréttum á rúv-vefnum.

Það virðist stundum loða við stjórnsýsluna hér í bænum að ákvarðanir eru teknar á frekar "ákveðinn" hátt. Sem sannast í þessu tilfelli, þarnar hefur verið tekin ákvörðun um eitthvað sem er ekki hnikað. Sama hvort á í hlut lög í landinu eða mótmæli bæjarbúa. 

Verst fannst mér að í frétt í Blaðinu fyrir 2 vikum lýsti bæjarstjórinn vanþóknun sinni á mótmælum Varmársamtakana,sem báru upp á sama dag verið var að jarða lítið barn sem ætti heima í bæjarfélaginu. Ekki þekki ég til fjölskyldu litla barnsins en fannst það fyrir neðan allar hellur að draga það sorglega mál inn í þessa umræðu. 

Ég vil nú taka það fram að ég er ekki meðlimur Varmársamtakanna. Þó ég sé farin að verða sammála þeim með suma hluti. Og á því engra hagsmuna að gæta í þessu máli. Nema ef vera skyldi að einhver þúsund manna hverfi er að koma hér ekki langt frá mér (en það pirrar mig ekki neitt). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband