22.2.2007 | 13:34
Kennarar - aftur
Ég hef verið að velta fyrir mér því sem Jónas vinur minn kommentaði hér í síðustu viku um ímynd kennara.
Það er rétt hjá honum, tel ég, að ímynd kennara hafi versnað í verkfallinu. Það hefur löngum loðað við að kennarar séu alltaf í fríi, geti hætt snemma á daginn o.s.frv. Þeir hafi því bara laun í samræmi við það. Þeir fóru í verkfall sem settu heimilin og vinnustaði á annan enda, sömdu svo illa - og af sér - í stað þess að fá kjaradóm yfir sig. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig þessi órói endar sem er í gangi núna.
Það kom inn um lúguna hér um daginn bæklingur frá Kennarasambandinu þar sem vinnutímanum var lýst. Mér fannst hann ekki alveg nógu vel unninn og ekki til þess fallinn að bæta málstað kennara. Mér fannst þetta hálf aumkunarvert - og verð að viðurkenna að á vissan hátt skammaðist ég mín fyrir að vera kennari. Sem betur fer stóð ég ekki að útgáfu þessa pésa.
Annars er heilsufarið á heimilinu að skána, minnsti stubburinn fékk kvef um síðustu helgi (akkúrat þegar hinir voru að skána). Hann er að skána greyið- a.m.k. sváfum við mæðgin í nótt, það er meira en undanfarnar nætur. Þrátt fyrir slappleikann á stubbinum var ákveðið að blása til afmælis á mánudaginn þegar afmælisKÓNGURINN varð 3 ára. Hann var ægilega lukkulegur með fína kórónu og hefur borið hana hróðugur á höfði sér alla vikuna.
Nóg að sinni
húsmóðirin
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.