Samfélagið

Þetta samfélag sem við búum í er svolítið merkilegt.

Þegar maður nær sér í mann þá byrjar spurningar eftir ákveðinn tíma - hvenær ætlið þið að koma með eitt lítið.

Þegar maður svo kemur með eitt lítið - þá kemur næsta spurning - hvenær ætlið þið að koma með stelpu (ef strákur hefur fæðst).

Þegar svo 2 strákar eru komnir þá byrjar fólk aftur - hvenær kemur stelpan.

Þegar svo 3 strákar eru komnir þá byrjar fólk enn og aftur - þið verðið að reyna einu sinni enn!

Þess á milli er maður spurður hvort maður ætli ekki að fara að gifta sig. Ég er farin að svara - nei ég eignast bara börn.....

Ég vil því koma á framfæri; Ég er HÆTT að eignast börn..... á 3 stráka og er alsæl með þá. Ég er ekki gift - vegna þess að Haukur telur að það sé dýrt að skiljaGrin... en hann vill ekki giftast mér. 

En hvernig væri að leyfa fólki að eiga sitt líf í friði og gefa fólki frið með eilífum spurningum um einkahagi fólks.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eitt sem ég er að velta fyrir mér þegar ég las þetta.  Eru karlmenn spurðir að þessu?  Hefur Haukur fengið þessar spurningar?  Ég gæti trúað að þessar spurningar beinist fyrst og fremst að konum.  Þær sem eiga að vera svo "tillitsamar" :-)

Guðlaug (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 21:44

2 Smámynd: Jónas Björgvin Antonsson

Ég skal taka það að mér að bögga Hauk með þessum spurningum. Sér í lagi varðandi giftingar. Ég skal passa sérstaklega upp á að spyrja hann út í það vikulega næstu 10 árin. Enda hef ég svo gaman af hversu... hagsýnn hann er.

J#

Jónas Björgvin Antonsson, 1.3.2007 kl. 14:56

3 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Já Jónas minn - stattu þig í bögginu, hefur minn stuðning til þess

 En ég veit ekki alveg með hagsýnina, ef ég er svo ómöguleg að hann vill ekki eyða ævinni með mér þá ætti hann kannski að finna einhverja sem uppfyllir þau skilyrði sem ég fell á

Dagný Kristinsdóttir, 1.3.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband