Vikan

Þar sem ég hef lítið bloggað sl. viku ákvað ég bara að bæta úr því og hrúga inn færslunum! 

Ég er byrjuð í leikfimi, svona móðir og barn fimi. Stelpurnar voru búnar að halda miklar ræður um að þriðjudagarnir væru auðveldir dagar, þ.e. þá væru styrktaræfingar með lóðum og svoleiðis. En fimmtudagarnir væru meira fjör. Palla og meiri læti. Sem hentar mér ágætlega.

Á þriðjudaginn mætti ég -svona næstum galvösk. Kveið þessu smávægilega. En stubburinn var eins og ljós, lá og skoðaði heiminn og fékk svo að vera með. Ég fann vel fyrir þessum léttu æfingum, en maður minn hvað ég var stirð í gær. Ég kallaði sjálfa mig Sollu stirðu. Var eins og aflóga gamalmenni.....

Í morgun var svo tími nr 2. Þá voru pallar. Það er meira fyrir mig, fjör og læti. Stubbinum fannst þetta líka ægilega gaman, hló bara að okkur. 

Eftir þessa tvo tíma hef ég verið mjög orkumikil og drifið mig út í göngutúr í góðan klukkutíma. Það sem er verra er að ég hef aðeins dottið í súkkulaði skálina. En skyldist á þjálfaranum að það gerðist oft því líkaminn byrjaði á því að brenna þrúgusykri áður en hann fer að brenna fitu. Af þessum sykri er nóg hjá mérCool

Þessu ætla ég að halda áfram næstu vikur og vonandi lengur. Verð að vera í fínu formi fyrir ströndina í sumarWhistling

Ég las viðtal í byrjun þessarar viku eða seinnipart síðustu við Eirík Hauksson og konuna hans. Þetta viðtal ættu allir að lesa. Heilsteyptar manneskjur eru þau hjónin, búin að ganga í gegnum ýmislegt. Jarðbundin og hreinskilin. Ef fólk læsi þetta viðtal og hugsaði sinn gang myndu skilnuðum vafalítið fækka. Því grasið er ekki alltaf grænna hinu megin.  

Nú er best að fara í heimilisstörfin áður en börnin fara að týnast heim.

kv. orkumikla húsmóðirin..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dugleg stelpa í ræktinni   en segðu mér...  hvar var þetta viðtal??

Íris frænka (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Ömm þetta var í einhverju blaði inn í Fréttablaðinu eða Blaðinu á föstudaginn síðasta sennilegast.

Dagný Kristinsdóttir, 2.3.2007 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband