Landsbyggðin

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með fréttum og umræðum undanfarinna daga út af því ástandi sem ríkir í atvinnuástandi  Ísfirðinga. 

Það sem mér hefur fundist athyglisverðast er að sjá þann ágæta mann bæjarstjórann koma fram og lýsa yfir miklum áhyggjum og vill að ríkið flytji störf vestur til að mæta þessum missi starfa. 

Vissulega er ástandið grafalvarlegt - ég neita því ekki - en það þýðir lítið hjá bæjarstjóranum að koma fram þegar allt er um garð gengið og vilja fá eitthvað gert. Hann sem formaður Sambands Íslenskra Sveitafélaga ætti að vita að best er að byrja á hinum endanum. Það segir mér enginn að hann hafi ekki haft veður af þessu fyrirfram.  

Eitt sem landsbyggðinni vantar - er að fá að vita hvort það sé stefna stjórnvalda að halda henni í byggð. Í raun á það svar að vera bara heiðarlegt - já eða nei.

Ef svarið er nei - á þá fólk að búa að eigin vali á stöðunum og sætta sig við skarðari hlut af hendi ríkisins.

Ef svarið er já - á þá fólkið ekki rétt á því að tækifæri til starfs og búsetu séu jöfnuð. Það er hægt að gera með ýmsum leiðum, t.d. eru nokkur skattþrep í Noregi. Það er lægri skattur úti á landi, enda er fólk úti á landi yfirleitt með lægri laun. Einnig er hægt að fella niður eða lækka flutningskostnað á vörum. Svo er eitt enn - úti á landi eru mjög mörg köld svæði, þ.e. húsin eru rafkynt. Yfir vetrarmánuðina fara margir með hátt í ársnotkun okkar höfuðborgarbúa. 

Hvernig væri að Ísfirðingar (og önnur byggðarlög á landsbyggðinni) reyndu að laða til sín fyrirtæki með öllum tiltækum ráðum. Bærinn hefur upp á mikið að bjóða sem er "söluvænt". Hvort sem það er að bjóða fram ódýrt húsnæði fyrir tölvufyrirtæki eða önnur þekkingarfyrirtæki, jafnvel ódýr leikskólagjöld fyrir starfsmenn fyrirtækjanna. 

Það er hægt að byggja upp fyrirtæki á landsbyggðinni úr engu sem verða stór. Til þess þarf vilja og kraft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband