Týnt!

Eins og þeir vita sem mig þekkja þá á ég þrjá syni. Afskaplega vel af guði gerðir og með eindæmum líflegir.

Nú er svo komið að sá í miðið var að skoða húslykla móðurinnar í dag. Hann sást reyna að troða þeim niður um gat í gluggakistu stofugluggans og í gegnum rimla á leikgrindinni. Gallinn er hins vegar sá að lyklarnir hafa ekki fundist síðan.

Sonur góðra vina okkar er nokkrum tímum eldri en umrædda miðju barnið. Sá felur lykla foreldra sinna alltaf á ákveðnum stað, í sparkbíl. Svoleiðis tæki er ekki til hér.

Svo mig vantar hugmyndir að því hvar lyklarnir gætu verið niðurkomnir Police.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband