14.3.2007 | 14:44
Sjóslys
Mætur maður sagði í viðtali fyrir 12 árum síðan að það væri bara fyrir vant fólk að búa á Vestfjörðum. Mér fannst þetta vel orðað og hárrétt. Því veðráttan og búsetuskilyrði eru ekki alltaf góð. Eins og við vorum illþyrmilega minnt á í gærkvöldi.
Í æsku minni í Bolungarvík var tvennt sem manni stóð stuggur að, sjóslys og snjóflóð. Í þá daga voru sjóslys tíðari en þau eru í dag en það sem aldrei gleymist er samheldni og sorg alls byggðarlagsins þegar þau gerðust.
Í dag er samheldni Ísfirðinga órofin og byggðarlagið slegið vegna slyssins í gær.
Fjölskyldur mannanna tveggja eiga samúð mína alla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.