16.3.2007 | 21:11
Leyndarmál og hetjur
Þó það hafi marga kosti að alast upp í litlum bæjum þá getur það líka haft sína galla.
Einn gallanna er sá að ekki "má" segja allt upphátt. Þegar ég var að alast upp vestur í Bolungarvík voru nokkrir aðilar sem misnotuðu ungar stelpur, allt frá áreiti í verri hluti. Á þeim tíma heyrði maður af þessum mönnum og var uppálagt að forðast þá.
Þegar maður eltist komst maður að því að angar þeirra lágu víðar, miklu víðar en maður gerði sér grein fyrir. Allir vissu af þessu og enginn gerði neitt. Mönnum var sagt að hætta og sumum gert að flytja úr bænum. Svo þeir gætu áreitt annarra manna börn.
Í dag eiga margar stelpur erfitt vegna þessara manna. Þó hefur ein stelpa staðið sig eins og hetja við að segja sína sögu. Öðrum víti til varnaðar.
Hún á skilið stórt klapp á bakið. Hún er manneskja sem maður má vera stoltur af að þekkja.
Athugasemdir
Hæ, skvís! Vissi ekki að þú værir að blogga, fín síða hjá þér og sammála þér með umfjöllunina og frásögn þessarar stúlku, algjör hetja að koma svona fram.
Knús á línuna í sveitinni,
Anna Rún.
Anna Rún (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 23:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.