Barnafjölskyldur og ríkið.

Ríkið tók þá ákvörðun að lækka VSK af matvælum 1.mars síðastliðinn. Frábært framtak - a.m.k. hjá þeim búðum og birgjum sem leiddu þessa lækkun í vasa neytenda en ekki sína eigin vasa. 

Það er nokkuð merkilegt að bleyjur og blautþurrkur  eru ekki þar á meðal. Akkúrat það sem barnafólkið þyrfti á að halda. Ég vil frekar borga meira fyrir nammið mitt en bleyjur barna minna. Einnig voru dömubindi undanskilin. Síðast þegar ég vissi voru konur helmingur mannkyns og alveg merkilegt að þetta sé udanskilið líka. Kæmi mér ekki á óvart að ef karlar væru á svona mánaðarlegum basis yrði lækkunCool

Í dag var svo farið og keypt peysa á elsta soninn. Þar þurfti ég að borga tæpar 3000 fyrir peysuna. Allt í góðu að borga fyrir peysuna, barnið þarf jú að eiga föt.

En af hverju ætli ríkið komi ekki til móts við barnafólk með því að fella niður vask af barnafötum og dóti, eins og t.d. Bretar gera. Ef ríkið myndi gera þetta myndu íslenskar húsmæður frekar fara í verslunarferðir í Kringluna og Smáralind en til Glasgow... Eigum við ekki frekar að eyða peningunum okkar hér heima heldur en erlendis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband