17.3.2007 | 21:06
Undarlegt símtal.
Við fengum merkilegt símtal í dag. Á tímabili hélt ég að þetta væri djók.
Makinn varð hálf undarlegur í framan og vissi greinilega ekki hvaðan á sig stóð veðrið.
Í símanum var manneskja frá B&L og var hún að bjóða okkur á rúntinn næstkomandi miðvikudagskvöld kl 18. Ég hélt að þetta væri svona 2 daga reynsluakstur eins og Ingvar Helgason auglýsir núna.
Þá var þetta rúntur í kringum borgina og endað á Stokkseyri. Þessi rúntur tekur 3 tíma.
Ég hélt að þetta væru vinir okkar Maggi og Anna Rún sem stæðu fyrir þessum hrekk. En Anna Rún sór allt af sér....
Ekki er gert ráð fyrir börnum - svo er einhver til í að passa... Ég hafna ekki rúnti sem þessum!
Athugasemdir
Jamm, Dagný mín! Við Maggi gætum átt þetta til en erum alsaklaus í þetta skiptið. Þið verðið nú að skella ykkur að prufukeyra kaggann, þetta eru auðvitað bestu bílarnir :) Heyrum svo í ykkur þegar þið eruð búin að fjárfesta í einum :)
Kv, AR.
Anna Rún (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.