20.3.2007 | 14:34
Lyklar og rúntur
Ég er búin að taka þá ákvörðun að fara ekki á þennan rúnt sem B&L buðu mér og makanum í.
Ástæðan er einföld - ég ætla ekki að skipta um bíl strax (vil frekar nýtt eldhús) og því er bara hættulegt að fara í svona rúnt. Svo eiga góðir vinir okkar, fyrrnefnd Maggi og Anna Rún, svona bíl og ég veit að þau eru til í að bjóða mér í ísrúnt eitthvert kvöldið. Svo ég þarf ekki að finna pössun til að ég komist í einhvern pjattrúnt
.
Annars var ég spurð að því í gær hvar húslyklarnir voru. Þeir voru á svo fyrirséðum stað að ég vildi helst ekki upplýsa það!!
Lyklarnir voru undir 10 tonnum af þvotti sem lá á eldhúsborðinu. Bree Van de Kamp var ekki komin lengra með þvottinn þegar sonar tryppið lagði þá á borðið. Þegar Bree tók sig svo til og braut saman þvottinn lágu þeir á borðinu. Ef þetta er ekki ekta Dagný þá veit ég ekki hvað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.