Letidagur

Þessa mánuðina er ég heimavinnandi. Eftir útskrift úr KHÍ eignaðist ég lítinn son og eyði þessum mánuðum í að hugsa um hann, hina tvo synina og makann. 

Í dag var eitthvað svo leiðinlegt veður að ég ákvað að gera ekki neitt. Stolt sagði ég makanum frá því þegar hann kom heim að ég hefði ekki gert neitt í dag. Bara haft það huggulegt. 

Á meðan ég eldaði kvöldmatinn fór ég að velta þessu - gera ekki neitt- fyrir mér. Ég hafði skipt á 5 k....bleyjum, skipt um föt á stráknum a.m.k. tvisvar, labbað út á leikskóla tvisvar, þvegið 5 vélar, búið um rúm, gefið honum að borða - bæði brjóst og graut,  hugsað um hann á meðan hann vakti, ásamt því að koma honum tvisvar út í vagn.  Mér reiknast svo til að þetta sé aðeins meira en ekki neitt! 

Á morgun ætla ég að vera duglegWizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

5 vélar á dag!?!?!? Jæks! það er dugnaður,  ég þvæ svona tvær á viku haha enda erum við bara tvö :)   þú hlítur að eiga endalaust snúrupláss

Rut (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 13:42

2 identicon

Vá.....  ekki vil ég vera fyrir þér þegar þú ert dugleg!

Guðlaug (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 16:00

3 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Þá verður þér skúrað í burtu

 Og nei Rut mín - mitt snúrupláss er sennilegast svipað og þitt... en ég er komin með meistaragráðu í endurröðun og tilfæringum á þeim!

Dagný Kristinsdóttir, 21.3.2007 kl. 22:14

4 Smámynd: Anna Rún & Kolbrún Pálína

Jamm, bara leti í gangi. Ég get nú slegið þessari leti við á alvöru LETIDÖGUM :) En vá hvað ég kannast við þetta, maður heldur að maður sé ekki búinn að vera að gera neitt en hefur í raun verið á fullu allan daginn :) Já, við Maggi bjóðum svo í ísrúnt eitthvert kvöldið, ekki málið.

Anna Rún & Kolbrún Pálína, 22.3.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband