Stundin okkar

Ekki veit ég alveg á hvaða leið starfsfólk Sjónvarpsins eru í barnaefni. 

Áðan sat ég með einum syninum og horfði á Stundina okkar. Þar er einhver liður sem heitir Tónlistin okkar. Þar birtist strákur svona 12 ára með tóbaksklút um hnéð og byrjaði í þvílíka gírnum að flytja lag á ensku. Man ekki hvað það heitir en það er mjög vinsælt í sing star, laglínan er einhvern veginn svona " her heart is breaking in front of me and I have no choise ´cause I ........ o.sfrv.

Alla veganna fílaði strákurinn sig í tætlur þarna og óttalega krúttilegur. EN þetta er barnaefni er þá ekki í lagi að börnin syngi á íslensku - alla veganna þannig að þau skilji það sem þau eru að syngja. Söngurinn var á þá leiðina að hann hefur greinilega sungið þetta mjög mjög oft í sing star, en hefur ekki fengið mikla tilsögn í framburði og öðru.  

 Greyið minnti á utanríkisráðherrann - sem eins og frægt er orðið -kann ekki mikla ensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband