27.3.2007 | 15:17
Monica og Bree
Síðan ég flutti í húsið mitt hefur verið gert mikið grín að mér vegna þess að ég elska snúrurnar mínar. Þetta frelsi að geta hengt allt út á snúrur sem taka meira en þurrkgrind var eins og að hleypa barni í dótabúð.
Í sundhópnum er ein sem hefur stúderað okkur út frá karakterunum í Friends. Ég komst að því ekki fyrir löngu að ég er Monica þvottahússins og hef borið þann titil ægilega ánægð. Ástæðan er einföld, ég er alltaf að þvo. Haukur hefur stundum spurt mig að því hvort ég gæti ekki sameinað vélarnar eitthvað og einfaldað málið. Frúin hefur gelt á hann. Svo kom upp umræða í sundhópnum ekki fyrir löngu síðan um þvott og þá kom í ljós að húsmóðirin þvær allt sér og þá meina ég ALLT. Gult,appelsínugult,ljósblátt og dökkblátt,grænt, handklæði - ljós og dökk o.s.frv. Sem varð til þess að þvotturinn hreinlega flaut um gólf á meðan einmana peysa svamlaði í þvottavélinni. Stelpurnar héldu ekki vatni og hreinlega skipuðu mér að setja a.m.k. einhverja liti saman! Þvotturinn hefur minnkað stórlega í kjölfarið
Í dag var ég ægilega ánægð þegar ég sá þessa gulu á himninum og smá hita. Þá rauk Monica í þvottahúsið og byrjaði að þvo. Alsæl fór ég út með fyrstu vélina og setti á snúrurnar. Tveim tímum seinna byrjaði að snjóa- þegar ég var að setja á snúrurnar vél nr 2. Mér var alveg sama!
Fyrsta haustið mitt hér í sveitinni var þannig að ég hengdi út fram að jólum, tók inn að kvöldi áður frysti.. og á stundum rauk upp úr rúminu um miðja nótt til að taka inn af snúrunum áður en nágrannarnir færu í fötin mín.
Núna set ég á snúrurnar þegar vorar en hætti því í september! Ef hvessir að nóttu til sný ég mér á hina hliðina og treysti því að nágrannarnir komist ekki í fötin okkar.
Nú rétt áðan kom Monica inn með balann (eftir eina ferðina á snúrunar) og leit yfir húsið. Þá má segja að hún Bree vinkona hafi komið fram því nú verður ryksugan dregin fram......
Þvotturinn og ryksugan er týpískur hluti af degi í lífi húsmóður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.