Landsbyggðarvandi í Hafnarfirði?

Hafnfirðingar mega vera ánægðir með þessa íbúakosningu sem var í gær. Kosningaþátttakan var hátt í 80%. Fólk fékk þarna að segja sína skoðun. Eitthvað sem maður vildi sjá oftar í stjórnsýslunni, hvort sem það tengist ríki eða bæ.  Svo er allt annað mál hvort fólk hafi verið með eða á móti.

Bæjarstjóri Bolungarvíkur sagði í fréttum í gær að bæjarfélagið gæti varla rekið sig. Tekjurnar væru orðnar svo litlar. Því er í raun hálf grátlegt að Hafnfirðingar hafi hafnað stækkun álversins því mörg sveitarfélög landsins myndu glöð taka við hvers konar iðju til að efla bæjarfélagið og fá meiri pening í kassann. Þeir eru í raun að hafna tækifæri sem er nauðsyn fyrir bæinn þeirra.  

Að mér skilst þá duga tekjur Hafnarfjarðar ekki til að reka bæjarfélagið ef álverið fer. Hvað ætlar fólk  þá að gera?  Kemur þá fram "landsbyggðarvandi" í Hafnarfirði? 

Þetta set ég fram sem landsbyggðarmanneskja sem búsett er " á mölinni".

 Hefði ég búið í Hafnarfirði hefði ég kosið með álveri, bæjarins vegna. Hvað varðar mengun, þá geri ég fastlega ráð fyrir því að tækninni fleyti fram á næstu árum sem hefur í för með sér minni mengun. Eins og gerst hefur síðan álverið var byggt. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég var með álverið í túnfætinum í rúmt ár og ég hefði ekki viljað sjá það stækkað. Það er ekkert djók að vera með svona batterí í garðinum hjá sér. Enda voru það íbúar á Völlunum, Áslandinu og í Holtinu sem fjölmenntu og kusu á móti eftir því sem að ég hef heyrt. Og skyldi engann furða, svona starfsemi á ekki heima inn í bæjarfélögum.

systir þín

Erla (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband