Helgin liðin.

Nú styttist heldur betur í páska.

Helgin hefur verið ánægjuleg. Í gær fékk húsmóðirin gesti í mat og í dag fór hún ásamt maka og börnum nr 2 og 3 í fermingu suður í Keflavík.

Fermingin var trega blandin því faðir fermingarbarnsins lést í október sl. eftir erfið veikindi.  Þar er genginn góður maður sem reyndist  mér og mínum afskaplega vel. Hann var stundum kallaður "kallinn". Og bar það með rentu - enda "ekta" kallGrin

Elsti sonurinn er kominn í páskafrí. Þó hann sé í fríi verður morgundagurinn annasamur því sá yngsti fer í skoðun á morgun, húsmóðirin fer í atvinnuviðtalPinch  og ef sá elsti verður í góðu skapi förum við á Mjallhvítar hitting. Sem er vikulegur á mánudögum.

Fæðingarorlofið er búið og því þarf húsmóðirin að finna sér starf við kennslu.  Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu viðtali. Þó móðurhjartað eigi erfitt með að sætta sig við þessi tímamót. En ég get huggað mig við það að starfið byrjar ekki fyrr en 15.ágúst. 

Ég las í Morgunblaðinu í dag viðtal við Margréti Sverrisdóttur. Þar var hún að lýsa kostum nýju hreyfingarinnar. Ég hjó eftir því að hún talaði um ferska vinda framboðsins. Með fullri virðingu fyrir henni þá set ég spurningamerki við ferska vinda. Því hún hefur verið viðloðandi pólitíkina sl. ár og Jakob Frímann er enginn nýgræðingur heldur. Ferskir vindar hjá mér tengjast því Ómari.   

Ég hef  séð viðtöl við hana og dottið inn á blogg hennar og finnst afskaplega leiðinlegt að sjá hvernig hún talar um sína fyrrum félaga (og er ég ekki mjög frjálslyndSmile). Ég er á þeirri línu að það geri þig ekki að meiri manneskju með því að níða skóinn á öðrum. Vonandi fer hún fram í sinni kosningabaráttu með öðrum hætti - því þetta mun ekki vinna henni fylgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband