11.4.2007 | 14:45
"Svona" mikið Samfylkingarinnar
Í blöðunum í morgun var auglýsing frá Samfylkingunni. Þar stóð , næstum orðrétt, " Við viljum að foreldrar eigi ekki að borga SVONA mikið fyrir tannlækningar barna sinna".
Þá spyr ég sem fór með börnin mín til tannlæknis í síðustu viku og hljóðaði reikningurinn upp á tæplega viku matarinnkaup. Hvað er "SVONA" mikið??
Samfylkingin hefur verið með allskonar auglýsingar undanfarið og á stundum hefur mér fundist að einhver hefði átt að prófarkalesa þær yfir. Því þetta eru hálf pínleg mistök finnst mér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.