11.4.2007 | 14:52
Ýmsar fréttir
Nú eru páskarnir liðnir. Þeir voru haldnir í rólegheitunum heima fyrir.
Garðurinn var hreinsaður, matarboð haldin heima fyrir og að heiman. Það var nartað í páskaeggin. Þau eru nokkur til uppi í skáp ennþá. SVO byrjaði gleðin. Að kvöldi páskadags fór einn sonurinn að kvarta um magaverki og eftir nokkra tíma herjaði þessa fína gubbupest á heimilinu. Stráksi gubbaði fram eftir nóttu en þegar morgnaði tók húsmóðirin við. Páskarnir kláruðust því hálf endasleppt, því á mánudaginn steinlá húsmóðirin af eftirköstum, orkuleysi og þreytu, heimilisfaðirinn fór að slappast. Og börnin voru farin að hressast, því var ástandið ekki beisið. Við vorkenndum mið stráknum því hann var eldhress og þurfti virkilega að fá útrás á orkunni sinni.
Gærdagurinn var skárri, húsmóðirin var farin að standa í fæturna og orðin bara vel brött þegar leið á daginn. Ekki hafa fleiri fengið þessa pest á heimilinu og vona ég bara að þetta sé yfirgengið.
Annars er farið að vora hér í Grenibyggðinni og eins og alltaf á vorin langar mig í heitan pott.
Fleiri fréttur eru svo sem af húsmóðurinni, því nú er hinu formlega fæðingarorlofi lokið og vinnumarkaðurinn í sjónmáli. Hún er sem sé komin með vinnu. Byrjar 15.ágúst og verður í kennslu næsta vetur. Spenna - og magaverkur, neita því ekki.... en bara gaman gaman.
Sonurinn vaknaður
yfir og út.
Athugasemdir
Hvar fékkstu vinnu?
kv. Ella
Elín Rangard (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:45
Ég fer í Foldaskóla.
Einhverjar hugmyndir um það hvernig ég lifi veturinn af
Dagný Kristinsdóttir, 12.4.2007 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.