12.4.2007 | 18:36
Einhver heima?
Ég fór út í dag, sem er ekki frásögu færandi.Nema fyrir þær sakir að þegar ég kom heim tók ég eftir því að það var dregin fyrir gardínan inni í hjónaherbergi. Ég snarstoppa og kíki inn.. það gersamlega brakaði í heilanum. Því ég dró frá glugganum í morgun!
Ég fer eitthvað að pæla og kíki á hurðina sem ég fór út um í morgun, hún var læst innanfrá -sem eðlilega gengur ekki ef þú ferð út um hana.Læsingin virkar eingöngu innan frá.
Þá fór aðeins um mig - ég leit yfir húsið, sjónvarpið á sínum stað, DVD spilarinn og vídeóið, afruglarinn að skjánum......
Rek svo augun í síma á borðinu sem ég á ekki. Þá var Haukur kominn heim slappur og lá inni í rúmi. Það ískraði ekki lítið í honum á meðan ég var að pukrast um húsið og leita mér að barefli fyrir mögulegum innbrotsþjófi. Hann sagðist hafa verið að spá í að öskra á mig þegar ég gekk framhjá herberginu..... þá hefði þurft hjartabíl uppeftir og örugglega skilnaðarlögfræðing í kjölfarið!!
Honum var ekki lítið skemmt
Athugasemdir
Hvað rekst ég ekki á hérna á veraldarvefnum?? en ekki hana Dagný..... jæja ég bæti þér í blogg rúntinn esska :o)
Beggy.bloggar.is (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 10:15
Bwahahahahahahaha, ég hefði viljað vera fluga á vegg ;) erlaperla
Erla (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 13:25
Ha ha, það kippir í kynið,, get rétt ímyndað mér svipinn á honum stríðnispúkanum sjálfum.
kveðja á línuna
Margrét Jóhanna..... (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.