Þingmannavelta

Það er ekki hægt að segja annað en að karl faðir minn hafi fengið athygli í dag.

Símtalið var samt óþægilegt  -þegar hann hringdi og sagði að hann hefði velt bílnum. En lagði á það mikla áherslu að hann væri heill. Eftir myndum af dæma sem ég sá er bíllinn ekki sjáanlega illa farinn (reyndar var hann á toppnum, svo það er ekki marktækt)  - en að sjá myndirnar var nóg til að ég fengi smá hroll.......

Þegar ég svo kíkti á netmiðlana voru heillangar fréttir um slysið. Nokkuð ítarlegar!

Áðan sá ég á mbl að þetta væri mest lesna frétt þessa stundina. Þegar ég opna fréttina get ég séð hversu margir hafi bloggað um fréttina. Það voru 15 tenglar inn á bloggsíður landans. Þetta verður það 16. (og mitt fyrsta blogg um frétt, hafði aldrei "fattað" þetta fyrr!).

Mér fannst gaman að sjá pælingar fólks, sem spinnast út frá fréttinni. Ein var mjög svo rétt - beltin bjarga. Annað sneri að lélegum vegum, nagladekkjum, farsímasambands leysi o.s.frv. Ásamt slæmu karma og fleiru broslegu.

Held að vegirnir skipti þarna ekki miklu máli, heldur lenti hann í krapa og fór yfir.

Ég get alveg svarað því að bíllinn var á nöglum. Við höfum oft skotið því á hann að hann væri fyrstur á naglana að hausti og síðastur af að vori.  Eitt vorið hringdi hann á dekkjaverkstæði og ætlaði að panta tíma fyrir skipti. Þá hló karlinn í símann og sagði - komdu bara vinur þú ert síðasturSmile.

Farsímasambandið mætti hins vegar laga. Og það ekki seinna en strax. Ég hef oft velt þessu fyrir mér þegar ég hef keyrt Djúpið, fyrst með eitt og svo tvö börn í bílnum (síðast með það þriðja á leiðinni), og bara GSM síma.

Annars erum við sem að honum stöndum ánægð með að hann sé heil á húfi. Því þetta er sá ótti sem maður hefur alltaf haft- að eitthvað komi fyrir.  Því hann keyrir mörg þúsundir kílómetra á ári. 

Það er í raun alveg merkilegt að ekki verði fleiri slys á vegum landsins þar sem atvinnubílstjórar og landsbyggðar þingmenn eiga í hlut.

Farið varlega. 


mbl.is Kristinn H. Gunnarsson lenti í bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já, fyrir mestu er að allt fór vel

Hallgrímur Óli Helgason, 15.4.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband