Dagar 4,5 og 6!

jæja nú er vikan bara að verða búin. Tíminn hefur liðið hratt. Það er ekki hægt að segja annað en að húsmóðirin er orðin hálf framlág. 

Það er enginn annar til að ryksuga, ganga frá í eldhúsinu, setja á klósettið, í vél og úr, setja á snúrurnar, læra heima með börnunum, sækja og skutla, elda o.s.frv.

Í gær ákvað ég því að slá þessu upp í kæruleysi og setjast niður og horfa á Grey´s.

Þar sem ég er búin að "plögga" í eyrun til að hlusta og horfa, verð ég vör við að útvarpið er enn í gangi.

Ég stend upp og rölti í stofuna til að slökkva á því. Allt í einu finn ég að ég stíg á eitthvað. Þá var það dót sem lá á teppi. Ég man ekki eftir mér fyrr en ég steinligg á gólfinu. Hel aum á báðum lærum UTANverðum og öðru hnénu. Ég giska á að ég hafi stigið á dótið og um bastkörfu sem var á gólfinu. A.m.k. er karfan brotinWoundering. Áður en ég kútveltist á gólfinu. 

Ég sá í þann mund sem ég hrundi í gólfið að kona var að koma með Fréttablaðið til nágrannans.... hún kom ekki með það til mín.

Kannski vegna þess að hún horfði á aðfarirnar og mig kútveltast þarna umGrin

Ég fór að hugsa það eftir á að það er mildi að ég meiddist ekki meir eða rotaðist. Því enginn hefði farið að undrast um mig fyrr en kl 16 þegar börnin voru ekki sótt. Ekki eru margir heima hér nálægt - svo enginn hefði heyrt í Tómasi gráta í vagninum. 

Nú þarf að koma krílunum í rúmin. Svo ætlar húsmóðirin að taka því rólega.

Munið x-F á morgunGrin....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÚFFF ferlegt að hugsa til þess ef þú hefðir bara steinlegið þarna og ekki komist upp á lappirnar að börnin væru bara í slæmum málum! En gott að þú skaðaðir þig ekki meira en þetta. Ferlegt samt að fá svona byltu.

Sigrún (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband