Eru kjósendur fífl?

Ég sat, eins og margir, og horfði á kosningasjónvarpið á laugardagskvöldið. Þar sögðu bæði Jón og Valgerður að Framsókn hefði ekki að gera í ríkisstjórn með þetta lítið fylgi á bakvið sig. 

Í gær var svo allt annar tónn. Þá sagði Jón að þetta gæti alveg gengið, stjórnin hefði ekki fallið (sem er vissulega rétt). Jafnvel mætti ræða um utanþingsráðherra (s.s. hann).

Telja Framsóknarmenn að þeir eigi erindi í ríkisstjórn með þetta mikla fylgistap á bakinu? Er ekki kominn tími á að þeir dragi sig í hlé og vinni að því að efla flokkinn. 

Ég var a.m.k. mjög hissa á að heyra í formanninum í gær. Manni sem datt út af þingi og stýrði flokknum í baráttu sem þeir stórtöpuðu í. Hroki var eitt orð sem mér datt í hug.

Vonandi sjá þessir ágætu herramenn að sér og hvíla flokkinn fyrir okkur næstu 4 árin. 

Ég segi flokkinn því ég tel meiri líkur en minni að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram í stjórn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki verið meira sammála! Fáránlegar staðhæfingar Framsóknar!

Sigrún (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:54

2 identicon

Sæl frænka.

Gaman að kíkja á hugrenningar þínar. Formaður Framsóknarflokksins tók það fram á kosninganótt að ef stjórnin héldi ekki velli væri eðlilegt að Framsóknarflokkurinn myndi draga sig í hlé og láta öðrum eftir að mynda stjórn. Hann útilokaði ekki áframhaldandi stjórnarsetu.

Annað mál. Hann datt ekki út af þingi þar sem hann var ekki á þingi. Hann sat sem ráðherra. Hann náði ekki kjöri á þing þannig að staða hans er í sjálfu sér sú sama og fyrir kosningar, hann er ráðherra á þingi.

En svo er annað mál hvort stjórnin eigi að halda áfram með einungis einn þingmann í meirihluta. Ég tel það afar tæpan meirihluta en mínir menn í Sjálfstæðisflokknum verða að öllum líkindum áfram í stjórn hvernig svo sem fer fyrir Framsóknarflokknum.

Valdi V. (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 12:35

3 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Gaman að heyra frá þér kæri frændi og innilega til hamingju með soninn. Hef séð mynd af honum og þinn svipur er ansi sterkur.

 Mér fannst  formaðurinn og frú Álgerður  útiloka stjórnarsamstarf miðað við útkomu flokksins.  Vonandi hefur flokkurinn það vit að ganga burt í samstarfinu með reisn. Ja - eða Geir það vit að láta því lokið. 

kv. Dagný 

Dagný Kristinsdóttir, 16.5.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband