16.5.2007 | 22:22
Mölbrotinn
Ég er þessa dagana að spæna upp bók sem ég tók á bókasafninu (og ekki rauða serían). Hún kemur svo á óvart að saumaskapurinn fær að dúsa í töskunni.
Bókin heitir Mölbrotinn eða A million little pieces. Hún er skrifuð af James Frey og er snilldarverk. Að mér skilst er hún sannsöguleg um meðferð hans við fíkniefnadjöfulinn. Ég er kominn á bls 200 og eitthvað og er alveg hooked á henni.
Þegar ég er búin með bókina geri ég henni greinargóð skil. Spurning hvort ég fari að hafa svona sér kafla á blogginu um bækurnar sem ég les.
Kannski gæti ég slegið Ellý Ármanns við með villtum bloggum um samskipti para - þvi ég les mikið úr rauðu seríunni. Best að ég leggi hausinn í bleyti, það er eitt sem er á hreinu, hugmyndaflugið er í lagi hjá mér.
Er farin í rúmið með honum James.... Haukur er ekki heima - þá tek ég þann næsta sem er til taks (þó hann sé úr pappír!).
Athugasemdir
Jahá, alltaf finnst mér gaman þegar fólk nefnir bækur sem eru áhugaverðar. Persónulega er ég voða lítill lestarhestur en á þó til að spæna í mig eina og eina snilld ef því er að skipta.
Sigrún, 17.5.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.