Mölbrotinn

Ég er þessa dagana að spæna upp bók sem ég tók á bókasafninu (og ekki rauða seríanHappy). Hún kemur svo á óvart að saumaskapurinn fær að dúsa í töskunniSmile

Bókin heitir Mölbrotinn eða A million little pieces. Hún er skrifuð af James Frey og er snilldarverk. Að mér skilst er hún sannsöguleg um meðferð hans við fíkniefnadjöfulinn. Ég er kominn á bls 200 og eitthvað og er alveg hooked á henni.

Þegar ég er búin með bókina geri ég henni greinargóð skil.  Spurning hvort ég fari að hafa svona sér kafla á blogginu um bækurnar sem ég les. 

Kannski gæti ég slegið Ellý Ármanns við með villtum bloggum um samskipti para - þvi ég les mikið úr rauðu seríunni. Best að ég leggi hausinn í bleyti, það er eitt sem er á hreinu, hugmyndaflugið er í lagi hjá mér.

Er farin í rúmið með honum James.... Haukur er ekki heima - þá tek ég þann næsta sem er til taks (þó hann sé úr pappír!).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún

Jahá, alltaf finnst mér gaman þegar fólk nefnir bækur sem eru áhugaverðar. Persónulega er ég voða lítill lestarhestur en á þó til að spæna í mig eina og eina snilld ef því er að skipta.

Sigrún, 17.5.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband