26.5.2007 | 21:33
Afgangur og brúðkaup
Á meðan Haukur var í Bandaríkjunum komu sundstelpurnar til mín eitt kvöld og héldu mér félagsskap.
Ákveðið var að panta pizzu. Húsmóðirin fór í það af miklum eldmóð.
Pantaðar voru 4 pizzur, ein lítil og brauðstangir. Við vorum 7. Það sem sést á myndinni eru bara pizzasneiðarnar sem voru eftir, brauðstangirnar voru á öðrum stað í ísskápnum.
Við komumst að því að við getum ekki lengur borðað hálfa til heila pizzu á mann. Við erum að eldast
Á mánudaginn kemur hópurinn í fjölskyldugrill til mín. Þá kemur hver með sitt, svo ég sit ekki uppi með afganga í heila fermingarveislu þá.
Annars var dagurinn hér rólegur. Kiddi og Haukur fóru með vinnufélaga Hauks sem staddur er á landinu í útsýnisrúnt um Vesturlandið.
Vinnufélaganum fannst MJÖG merkilegt að við Haukur ættum 3 börn og ekki enn gift. Við skötuhjú fórum svo að ræða þennan menningarmun þegar lítil eyru heyrðu til. Hann spurði af hverju við værum ekki gift, hvenær við ætluðum að gifta okkur -á morgun eða í ágúst! Ég sagði honum að ræða þetta við pabba sinn.
Á ekki einhver hnéhlífar?
Athugasemdir
Gaman að lesa hjá þér skvís kv frá Akranesi kvitt kvitt
Brynja (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.