Eitt barn á mann hjá tryggingafélögunum

Við skötuhjú erum að breyta bílstólum í bílnum hjá okkur. Við eigum nefnilegast 3 börn og einn Subaru Legacy.  Því þarf að raða stólunum haganlega í bílnum svo allir komist fyrir. 

Nú er svo komið að sá yngsti þarf stærri stól. Við ákváðum að halda öðrum stól sem fyrir var á leigu hjá okkar tryggingafélagi og nýta okkur annað tilboð sem var í boði hjá þeim.

Tilboðið hljóðar svo að þú getir valið að fá leigðan stól eða keypt nýjan með 40% afslætti.  Við höfðum tekið eftir smáu letri þar sem stóð að tilboðið væri hægt að nýta einu sinni. Á þeim tíma spáðum við ekki mikið í það.

Nú fórum við að skoða nýja stóla fyrir miðjubarnið og komumst þá að því að þar sem við vorum með stól á leigu hjá þeim áttum við ekki rétt á þessum 40% afslætti, þar sem við vorum með stól á leigu. Stúlkan í búðinni bauð okkur stól með 20% afslætti.

Mér finnst þetta afar athyglisvert mál, því svo virðist sem þetta tryggingafélag okkar geri bara ráð fyrir því að maður eignist eitt barn.

Hvað með okkur hin sem virðumst fjölga okkur eins og kanínur og þurfum meira á þeim að halda?! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband