Vikan

Þessi vika hefur liðið ljúflega... Ef hægt er að segja svo.

Fjölskyldan skellti sér í enn eina útileguna með vinum okkar. Það var mikið stuð. Það rigndi á okkur á fimmtudeginum, það var hriiiikalega kalt þá nótt (aðfaranótt miðvikudags) og það ásamt regninu studdi þá ósk feðganna að fara heim. Ég hefði alveg verið til í að vera lengur. EN hafði ekki mikið um það að segja. Það sem bjargaði fyrrihluta dagsins var að vinirnir voru að vígja nýja fellihýsið sitt og þar var heitt og þurrt. Húsmóðirin er því að skoða svona gripi núnaSmile

_______

Ég skil ekki alveg þetta mál með hundspottið Lúkas. Þegar þetta mál byrjaði var ég úti á Spáni og þegar við komum heim var allt logandi út af einhverjum hundi.   Mér fannst alltaf eitthvað skrítið við þetta mál, og fannst strákgreyið vera hafður fyrir rangri sök - eða a.m.k. ósannaðri.

Hvernig getur fólk, nafnlaust,  tekið mannorðið og æruna af fólki, nafngreint það á netinu, sem orsakar hótanir um líflát og líkamsmeiðingar.  Hvar á að leggja línu við skrif á netinu?

Ég skrifaði hér fyrr í vikunni hvort hann yrði beðinn afsökunar af því fólki sem hefur veist að honum. Það kom gott komment að það fólk væri örugglega gufað upp. Held að það sé mikið rétt. Fólk veður uppi í skjóli nafnleyndar með alls konar skítakomment og vesen og þarf ekki að sjá að sér með neitt.

Þetta finnst mér vera a.m.k. mál sem ætti að skoða. Jafnvel með tilliti til lagasetningar. Net löggan sem var svo umdeild í vor er kannski ekki svo vitlaus núna. Þegar búið er að sýna fram á að fólk virðist ekki hafa nein mörk sem það lætur útúr sér.

__________

Nú eru 3 vikur í að húsmóðirin fari að vinna. Þá er lokið þeim kafla í lífinu sem snýr að því að vera heimavinnandi húsmóðir í fullu starfi. Ef betri helmingurinn hefur einhvern tímann haldið að þetta væri hlutastarf þá held ég að hann hafi alveg sannfærst í gær um að það væri bull!

Ég lá í rúminu og hann varð að sinna húsi og börnum (sem voru öll heima). Hann var orðinn sveittur. Það þurfti að gefa að borða, klæða, skipta á bleyjum, setja einn á klósettið, stilla friðar í slagsmálum, gefa aftur að borða, setja út í vagn, passa að sá yngsti færi sér ekki að voða á gólfinu og taka aðeins til. Og er þá bara fátt eitt upptalið af verkefnum gærdagsins hjá honum! Þetta gerði hann og stóð sig vel. Hins vegar má alveg fylgja sögunni að heimilisverk voru ekki unnin svo heitið geti og ekkert var sett í vélWhistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband