Við skiptum ekki á bleyjum!

Nú er miðju barnið í sumarfríi. Síðasta vikan takk fyrir... held að við verðum öll fegin þegar þessu fríi lýkurSmile. Sérstaklega hann. 4 vikur í einu er svolítið mikið fyrir lítil börn (sérstaklega þegar þau hafa tekið 2 vikur í upphafi sumars). 

Í síðustu viku ákvað ég að drífa barnið á róló. Ég þurfti svo í bæinn að erindast.

Korteri eftir að ég skil barnið eftir á róló er hringt í mig. Samtalið var sirka svona:

D (ég): Halló

St (starsfmaður): Já sæl ég hringi hérna frá gæsluvellinum.

D: Já....

St: Sko hann Arnar er búinn að kúka.

D; Já.... (og hugsaði af hverju er hún að hringja í mig til að segja mér það!).

St: Já sko við skiptum ekki á bleyjum.

D: HAAA

St: Já.. gleymdist að segja þér það?

D: JÁ! Ég hef ekkert heyrt um þetta. Ég er komin niður í bæ og kemst ekki uppeftir fyrr en eftir korter í fyrsta lagi.

St: Já..... smá þögn.

D: ég bara verð að redda þessu þá. En ég kemst ekki strax. 

St: Já ok.

D: Já bless.

 Ég stóð og góndi á makann ORÐLAUS. Hann horfði til baka með spurn... skildi ekki mikið í þessu símtali. 

4 mínútum seinna hringdi síminn aftur.  Þá varð símtalið svona:

D: Halló.

St: já sæl þetta er hér frá gæsluvellinum aftur. Heyrðu ég ætla að gera ÞÉR þann greiða að skipta á honum núna fyrst þú vissir ekki af þessu.

D: Já þakka þér fyrir það!

Svo var kvatt.

Mér er því spurn. Ég borga fyrir að barnið mitt sé í gæslu á vellinum. Er það virkilega svoleiðis almennt í dag að einhverjum "verkum" er ekki sinnt?  Snýst þetta um það að þar sem þetta er ekki fagfólk þá sé ákveðið að þau sinni þessu ekki?

Ef ég væri í vinnu, þá væri það ekki að gera sig að ég væri með barnið í gæslu og þyrfti svo að hlaupa til þegar barnið gerði sína hluti.

Stráksi hefur farið nokkrum sinnum á róló síðan þá og alltaf komið heim með fulla bleyju.

Ég vil taka það fram að hann er afskaplega hamingjusamur á róló.... en það fyrsta sem hann segir þegar ég kem er að það þurfi að taka bleyjunaWoundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta algört brill og ætla hiklaust að nýta mér þetta næst þegar ég passa, hehe.

Erla (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Mér finnst þetta ekkert brill. Næ þessu ekki alveg.

En þú getur alveg sett einhverjar kröfur næst þegar þú passar. Ég get þá alveg borgað þér 100 kall á klukkutímann í staðinn! 

Dagný Kristinsdóttir, 30.7.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband