30.7.2007 | 13:48
Blaðamannafundurinn
Ég kveikti á sjónvarpinu fyrir tilviljun í gær. Þá var að hefjast blaðamannafundur lögreglunnar.
Þessi fundur var ekki blaðamönnum til framdráttar. Til að byrja með spurðu þau sömu spurninga aftur og aftur - EFTIR að lesin var upp tilkynning sem sagði allt sem segja þurfti. Í skólakerfinu myndi maður segja nemendum að hlusta betur.
Sumar spurningar voru alveg út í hróa og ekki við hæfi (miðað við eðli málsins).
Mín tillaga er því sú að annað hvort lesi lögreglan upp tilkynningu og þar með sé fundinum lokið. Eða þá að blaðamenn fái að spyrja spurninga sem þeir hafi fyrirfram komið sér saman um að spyrja. Sú þriðja og síðasta er sú að sleppa hreinlega að senda svona fundi út í beinni útsendingu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.