Frú kennari

Nú eru "krakkarnir" mínir komnir til starfa. Þau mættu á miðvikudag á skólasetningu ásamt foreldrum og til starfa á fimmtudag. Við vorum búin að ákveða, í árgangnum, að hafa ekki mikla kennslu fyrir helgi. Það væri alveg nóg að ná þeim niður á jörðina. 

Ég held að ég sé bara heppin með bekk, að sjálfsögðu eru þau bestGrin. 19 stykki, örlítið að kíkja á gelgjuna. En samt yndisleg og svo hrein og bein. 

Ég get sagt það hér (því hvorki þau né foreldrar þeirra kunna að gúgglaWink) að ég var að deyja úr stressi. Man ekki helminginn sem ég sagði við foreldrana og gleymdi hinum helmingnum. Þau voru a.m.k. fljót út!  Ég var reyndar fegin að það væri komið helgarfrí, en jafnframt frekar stressuð yfir næstu viku. Stefni því á að kíkja í vinnu um helgina.

Það var mjöög skrítin tilfinning að skilja bækurnar og dótið eftir í skólanum og fara bara heim. Ég er vön úr æfingakennslunni að taka með mér heim og stúdera fram á kvöld.  

Makinn hefur verið í 2 vikna fæðingarorlofi. Hann hefur tekið að sér heimilið, að mestu, aðlagað barnið hjá dagmömmu og slasað sig. Að sjálfsögðu tók hann karlmennið á hlutverk sitt og fór að taka til í bílskúrnum sem endaði með heimsókn á heilsugæsluna og saman saumi.

Hann verður mjög feginn að komast í vinnu á mánudaginn, enda er hann farinn að sjá að það getur verið afskaplega einmanalegt að vera heima við og ekki svoo spennandi.

Nú er sá yngsti farinn i bólið og hinir að rigna niður á brekkusöng Mosfellinga. Ætla því að henda mér í sófann.

kv. húsmóðirin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband