Í túninu heima

Nú stendur yfir heljarinar afmælishátíð hér í bæ.

Svakalega skemmtilegt. Það er búið að skreyta götuna bláa og á morgun ætlum við a.m.k. hér í kring að grilla saman. Nú er brekkusöngur við íþróttahúsið og á morgun eru alls konar uppákomur.

Bæjaryfirvöld eiga að sjálfsögðu þakkir skildar fyrir þetta framtak sitt. Þó verð ég að vera pínu leiðinleg og benda á nokkur smáatriði sem væri ágætt að hafa í huga á næsta ári.

Mér finnst að bærinn eigi að ganga á undan með góðu fordæmi, en engar stofnanir bæjarins eru skreyttar.

Það fyrsta er að senda lítið dreifibréf til íbúa og kynna framtakið 1-2 vikum áður, það lesa nefnilegast ekki allir Fréttablaðið.Það gefur íbúum færi á að undirbúa sig og búðunum tækifæri til að birgja sig upp af alls konar dóti, gulu,rauðu, grænu og bláu. Einnig væri hægt að hafa samband við 1-2 aðila í hverri götu til að vera í forsvari eða að koma hlutunum af stað. Maður sér að þetta er hálf óskipulagt kaos hjá fólki að koma sér af stað. Hef þó heyrt af einni götu sem var mjög ákveðin og var skreytt þar kl 18 í gær. 

Eitt í viðbót - ég gekk á milli allra búða bæjarins á föstudaginn (nema mjólkurbúðarinnar). Engin búð átti neitt í gulum, rauðum, grænum eða bláum. Einfaldlega vegna þess að búðaeigendur voru ekki látnir vita. Því var afar merkilegt að sjá skipuleggjanda hátíðarinnar halda því fram að búið væri að láta tvo rekstraraðila búða hér í bæ vita, því annar þeirra sagði við mig á föstudaginn (hálf fúll) að hann hefði lesið þetta í blöðunum eins og við hin.  

Þó nú mígrigni á Mosfellinga í brekkusöng er ég komin heim skraufaþurrSmile

Ég hvet alla til að kíkja í sveitina á morgun - bara líf og fjörCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband