Þuríður Sundafyllir

Var landsnámskona Bolungarvíkur, a.k.a. Víkurinnar fögru.

Það er til netsíða sem einn athafnasamaður  í víkinni stendur fyrir,vikari.is. Þar er nú kominn nýr liður, Þuríður sundafyllir - eða eitthvað í þá áttina. Hún hefur birt 3 greinar. Hver annarri betri. 

Ég hef a.m.k. skemmt mér alveg konunglega yfir pennahæfileikum hennar. Hún er augljóslega búsett í víkinni, eða nýflutt þaðan. Eitthvað er hennar síðasta grein að fara fyrir brjóstið á fólki því ég hef séð 2 færslur frá ágætum konum í víkinni þar sem þær sverja af sér að vera þessi Þuríður. 

Ég fór því inn á síðuna og las greinina. Ekki skil ég alveg hvað fer fyrir brjóstið á fólki. Grunar reyndar að það sé að hún nafngreinir menn sem hafa verið nefndir í umræðunni um þá einstaklinga sem borga ekki til samfélagsins en borga bara sitt útsvar (eða fjármagnstekjuskattBlush). Þið afsakið fáfræðina í skattamálum. 

 Þessi færsla  hefur beðið birtingar í nokkra daga en ég náði ekki að klára hana vegna anna. Í gær fór ég inn á víkari.is, og svo virðist sem búið sé að taka hana Þuríði af dagskrá þar. Það finnst mér merkilegt, en þá hefur greinin farið meira fyrir brjóstið á fólki en ég gerði mér grein fyrir. 

En góð var þessi Þuríður og hvet ég Baldur til að finna annan svona penna til að skrifa skemmtilegar pælingar og sögur.  

 Hann Baldur kannski útskýrir þetta fyrir ljóskunni mér ef hann á leið hér umWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband