Kennarastarfið

Nú eru liðnar nokkrar vikur af kennslunni. Mér finnst þær hafa liðið hratt. Ekki er hægt að segja að lífið sé einfalt hjá Grenis fjölskyldunni. 

Mamman er komin í fullt starf utan heimilis, drattast heim seinnipart dags með 3 börn í bíl (smalar saman hist og her um bæinn). Andlega búin á því. Þá tekur við þvottur, heimalærdómur og að ala upp sín eigin börn. Þótt hún hafi alið upp krakkana sína í skólanum allan daginn. Á kvöldin byrjar undirbúningur fyrir næsta dag og þegar ekki er langt liðið á það er hún sofnuð á koddanum - eins og aflóga gamalmenni.

 Byrjunin er mikið strembnari en ég átti von á. Andlega er ég alveg búin á því. Kennarastarfið er líkamlega ekki erfitt en andlega orkan fer mikið fyrrWink

Ég virðist vera að fá heilmikla eldskírn í vinnunni, að mér skilst, það sem fylgir nemendum er stór pakki - mikið stærri en ég átti von á. Mér var tilkynnt það einn daginn að ég gæti alveg staðið undir þessu. Og er ég að reyna að gera þaðSmile

Að mörgu leyti eru krakkarnir í skólanum virkilega skemmtilegir. Ég sé að ég gæti ekki verið að kenna mikið yngri börnum. Mínir krakkar eru að sjálfsögðu bestGrin

Strákarnir eru ánægðir á sínum stöðvum. Sem er mikil blessun og gerir manni auðveldara fyrir að vita af börnunum ánægðum og sáttum. Þá eru allir glaðir:)

 

kv. húsmóðirin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband