Furðuleg uppákoma!

Ég lenti í heldur furðulegri uppákomu í vinnunni í morgun. Þegar ég geysist inn á kennarastofuna með sjónvarp og vídeó í eftirdragi segir ein samstarfskona mín, eitthvað í þá veruna að ég sé fræg. Ég horfi á hana - afskaplega ljóshærð- og bara nei ég er ekkert fræg. Hún segir til baka jú jú, þú ert bara í Mogganum í dag. Ég var enn ljóshærðari, kannaðist ekki við nein skrif í Moggann eða þaðan af einhver viðtöl. Ég horfði á hana og skildi ekki neitt í neinu. Þá kemur upp úr kafinu að þessi ágæta kona er áskrifandi að Mogganum og á síðu 6 (eða þar um bil) var mynd af undirritaðri og tilvísun í bloggið mitt. 

Ég horfði enn á konuna og var ekki alveg að ná því sem hún var að segja, þangað til rann upp fyrir mér ljós. Ég skrifaði hér inn í fyrrakvöld um Kastljósið. Moggamenn hafa greinilega dottið hér inn og ég er bara í Mogganum í dag....Undir einhverjum lið sem heitir blogg.

Ég komst am.k. að því hverjir kaupa Moggann sem vinna með mér, því ég fékk pikk í bakið nokkrum sinnum og tölvupóst sem hófst á orðunum hæ bloggari!

Ég held að ég hafi alveg gleymt áhrifamætti og útbreiðslu netsins þegar ég fór að skrifa hér innCool

Alla veganna styttist í aðra frétt af mér (sem ég veit af!). En á næstum dögum mun koma út lítil grein eftir mig í tímariti, en ástæðan fyrir þeim skrifum er líka þessi heimasíða.

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þessa athygli....... ég er svona meira fyrir að vera á bak við tjöldin.  Kannski ég bara skelli mér í framlínuna og taki við af Stellu Blómkvist.... skrifi um desperate housewives MosfellsbæjarWhistling  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þetta ,,,þér finnst þessi athygli fín  ,,, finnst ekki öllum konum gaman þegar eftir þeim er tekið  

alltaf gaman að kíkja hérna á þig það friðar samviskuna því við erum alltaf á leiðinni í sveitina að heimsækja ykkur ..... kveðja Lilja

Lilja Björg (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 20:22

2 Smámynd: Sigrún

Já ég sá þetta einmitt í mogganum þegar ég heimsótti mömmu og pabba (ég er sko ekki áskrifandi sjálf sjáðu til). ....átti bara eftir að fá tækifæri til að segja þér frá þessu heheh...fannst eitthvað hallærislegt að senda póst um þetta meðal ,,Mjallhvítar og dverganna,,.

Sigrún, 20.9.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband