Kostir kennarastarfsins:)

Það er ýmislegt sem dettur upp úr nemendum í tíma. Í morgun vorum við að ræða um hjartað. Ein stelpan fer að segja frá því að amma hennar hafi fengið fyrir hjartað - í hnénu....Greinilega ekki verið að hlusta á það sem fram fór.
Einn strákurinn var ekki lengi að grípa þetta, leit yfir bekkinn og sagði hátt að sú gamla hefði greinilega verið með hjartað í buxunum....  Þessi setning vakti mikla kátínu meðal bekkjarfélaganna.

 Svo þegar maður kemur heim tekur ekki betra við.... í kvöld hef ég verið með hlustarverk. Ástæðan er sú að kennarar í skóla sonar míns kenna honum á blokkflautu og hann hefur verið að æfa sig. 

Við skulum orða það þannig að hljóðin hafa ekki alltaf verið fögurFootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Dagný

Ég er búin að sjá Húsfreyjuna, þetta er mjög fínt hjá þér til hamingju með það

Bestu kveðjur

Kolla

Kolla (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:31

2 identicon

Snilld....Já það er ótrúlegt það sem þessi börn láta út úr sér...og stundum getur verið erfitt að halda andlitinu....en svo vill til að maður getur hlegið með þeim þegar það á við.

Ég varð að komast í Húsfreyjuna til þess að komast að því sem þar er...fer á bókasafnið.

Gangi þér vel Dagný mín í kennslunni, þó svo að það sé gaman að kenna ætla ég samt að njóta þess að vera heima.

kv. Ella

Elín Ragnarsd (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 13:04

3 identicon

Sæl frænka.

Gaman að lesa þetta blogg. Gangi þér og þínum allt í haginn.

 Með kveðju frá Grenivík,

Valdimar V. og fjölskylda. 

Valdimar Víðisson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband