Lífið....

Er búin að vera voða skrítin í dag. Lífið í allri sinni mynd er mér eitthvað hugleikið.

Lítill vinur okkar hefur verið mjög mikið veikur á sjúkrahúsi og við foreldrarnir höfum reynt að hlífa þeim elsta við því sem er að gerast.  Þegar svona gerist fer maður að hugsa um allt og ekkert, líta til baka og kíkja ofan í skúffur. Jafnvel taka upp úr kössum - sem maður hélt að maður væri búinn að loka.

Eitt svoleiðis atvik gerðist einmitt í dag. Við vorum á heimleið  í bílnum og í útvarpinu  var eitthvað angurvært lag. Allt í einu fékk ég sting í hjartað og mér var hugsað til baka þegar yngsti strákurinn minn fæddist fyrir rúmu ári síðan. Þá kom ég í fyrsta sinn á vökudeildina til hans, eftir að hann var tekinn af okkur. Þarna lá hann litla greyið í hitakassa, eldrauður og grét sárt, svo sárt að það voru komin tár. Ekki mátti mamman taka hann upp, leggja á brjóst o.s.frv. 

Stingurinn við endurminningunum var svo sár að mér nánast vöknaði um augun. Minn skilningur á mínum tilfinningum vegna þessara veikinda stráksins hefur hingað til verið á þann veg, að ég sé búin að fara í gegnum þennan pakka og klára. En svo virðist aldeilis ekki vera.

Í kvöld kíktum við elsti í heimsókn á sjúkrahúsið til vinarins, hann eitthvað farinn að hressast. Þá sá maður hvað maður er heppinn að börnin manns eru heilbrigð og frísk. 

Held að maður ætti að vera duglegri að þakka fyrir þá sem maður á og hugsa vel um viðkomandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband