Allt í drasli

Við mæðgin horfum saman á Allt í drasli á Skjá einum. Það bregst yfirleitt ekki að við förum að taka til eftir þáttinn.

Hins vegar er auga stráksa farið að vera ansi nærsýnt á rykið (ef hægt er að orða sem svo).

Við vorum saman hér heima í gær og ég var að skella í vél. Dró út þvottaefnis skúffuna - sem var einu sinni alveg hvít. Þá heyrist í syninum; Mamma, þetta er ekki nógu gott. Sérðu þetta svarta - þetta er sveppur. Þetta er ógeðslegt. Þú verður að þrífa þetta. Konan í sjónvarpinu segir það!

Ég varð hálf skömmustuleg og skellti skúffunni aftur. En nei nei hann var ekki búinn.

Svo kom það næsta: Mamma, þú þarft að vera duglegri að þrífa - sérstaklega UNDIR rúminu þínu!

Nú segi ég - já segir hann, það er svo mikið ryk þarna undir. Konan í sjónvarpinu hún er alltaf að kíkja undir allt. Ég gáði líka!!

Til að toppa þetta allt saman þá vill hann bara fá þau hingað heimLoL

Ég yrði þakklát - þá myndi einhver taka jólahreingerninguna mig Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún

Hahhahah algjör snilld.

Sigrún, 16.11.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband