18.11.2007 | 22:47
Óbeisluð fegurð og nýja þulan
Var að horfa á myndina sem gerð var um keppnina Óbeisluð fegurð.
Að sjálfsögðu eru þetta heimahagarnir og því skylduáhorf á þessum bæ. A.m.k. hjá mér.
Mér fannst þetta yndislegt! Svo sveitó og notalegt. Ekki verið að fara á taugum út af einhverjum smáatriðum sem kláruðust (eins og súpunni!).
Við glottum bæði þegar tískusýning var og fötin voru úr Hafnarbúðinni. Í Reykjavík héti þessi búð PUMA umboðið eða eitthvað í þá áttina! Einnig glotti ég út í bæði þegar alls konar miðar dingluðu neðan úr fötunum.
Það eru mörg ár síðan ég kom síðast í félagsheimilið í Hnífsdal og sé að ég þarf að drífa mig þangað fyrr en seinna. Þar er gaman að skemmta sér.
Barði gröfumaður og Jón Guðni dómarar, menn sem maður hefur þekkt og vitað af síðan maður fór að labba (eða nánast). Þátttakendur voru margir hverjir einhverjir sem maður þekkir eða kannast við. Æskuvinir, bekkjarsystkin bróður míns og fólk sem maður kannast við af götunni.
Þetta er þessi vestfirski kraftur sem maður man svo vel eftir. Og því finnst mér alltaf svo grátlegt að sjá þennan kraft þverra út og fólk sitja eftir.
Þessar konur eru kjarnakonur, framkvæma það sem þeim dettur í hug. Mættu margir taka þær sér til fyrirmyndar.
Þegar myndin var búin birtist á skjánum góð vinkona mín. En hún er ein af fjórum nýjum þulum á RÚV. Það á eftir að vera voða notalegt að hafa hana þarna á skjánum. Held að ég þurfi sjónvarp í svefnherbergið svo hún geti boðið mér góða nótt...... En mín kæra - við þurfum að skella okkur í ísrúnt - það fer að vera kominn tími á nýjan bíl hjá mér.
Athugasemdir
Ég er ekki búin að sjá þessa mynd en hlakka mjög til þess.
Svava (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.