Jóla hvað

Það hefur margt drifið á daga mína síðan ég kíkti hér síðast inn. Nokkrir góðir dagar í Kaupmannahöfn með tilheyrandi VISA viðskiptumCool....  En mér veitti ekki af þessum dögum. Haustið hefur oft á tíðum verið strangt og strembið.

Nú er aðventan komin í hús. Ég dró alla kassa niður af loftinu um síðustu helgi. Jólaskapið fauk reyndar út um gluggann og ég gafst upp. Hef svo tekið þetta í aðeins minni skömmtum og tekið svona eins og eina seríu á dag síðan þá. Það hentar ágætlega með vinnu og 3 börnum.

Undanfarna daga hef ég gert talsvert í því að ná mynd af blessuðum gormunum fyrir jólakortin. Þetta ætlar að verða þrautinni þyngri. Þeir passa sig á því að horfa allir í sitt hvora áttina, eins er týpískt að einn gráti í hvert sinn. Það mál er enn óútkljáð!

Í dag hefur svo tekið steininn úr. Ég eyddi talsverðum tíma í vinnunni í að undirbúa foreldraföndur á morgun. Góða skapið hélst nú nokkuð vel þar. Í Bónus fór ég syngjandi sæl og glöð. Sá þar þetta forláta smákökudeig (tilbúið!) og ákvað að kippa því með mér til að baka með strákunum.

Það gekk allt voða vel svona til kl 16 eða þar um bil. Þá kom elsti heim úr skólanum án snjóbuxna. Ég fór í Selið, skólann og íþróttahúsið en engar voru buxurnar. Ekki mjög glöð með það.......

Svo komum við heim og þar sem svo gott veður var úti náði ég í myndavélina og reyndi að taka nokkrar myndir af gormunum fyrir jólakortin. Það gekk ekki mjög vel, kannski vegna þess að mamman var ekki mjög hress og Tómas grét, Kidda var illt í bakinu, Arnar kvartaði ekki mikið!

Inn komum við og ég skellti kvöldmatnum í pott, slátur takk fyrir. Tveir keppir af  hvoru. Þegar suðan kom upp var eitthvað fast í pottinum. Báðir blóðmörskeppirnir sprungnir... ÆÐISLEGT!!!

Góða skapið var að fjara út þarna. Þá ákvað ég að klára smákökudeigið..... gekk voða vel að skera niður. Allt í einu verður mér litið inn í ofninn.... eitthvað appelsínugult dreypir niður úr efstu plötunni. Ég ríf plötuna út og MAKA allt í appelsínum gulum lit...... Þá var vaxlitur undir - eða VAR vaxlitur.

Mér er allri lokið... hreint út sagt. Ég hef tvær spurningar

1. Hvernig sýð ég slátur sem er sprungt?

2. Hvernig næ ég vaxlit af gólfi, uppþvottavél, eldhúsinnréttingu og ofni??????

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHAHAHAHA þetta er bara snilld.  Ég á því miður ekki nein ráð fyrir þig, hef aldrei soðið slátur, hvorki sprungt né ósprungt, hehe og ekki enn fengið vaxliti út um allt.  Nú sagan frá Kastrup minnir mig svolítið á Karl föður minn og velti því fyrir mér hvort þú hafi verið að skjóta á hann pabba þinn þarna. Að vera "örlítið utan við sig" er svolítið ættgengt, allavega hjá afkomendum Stekkjaflatahjóna. :)

Jæja bestu jólakveðjur, Brynja, Gummi og krílið sem er væntanlegt í apríl

Brynja Ruth (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband