7.12.2007 | 22:20
Vinaleiðin
Ég hef ekki nennt að fræðast mikið og hugsa um þessar deilur í kringum þjóðkirkjuna. Hins vegar hef ég aðeins fylgst með umræðunni um Vinaleiðina.
Veit fólk almennt hvað vinaleiðin er?
Ég hef séð að vinaleiðin sé kölluð trúboð. Vinaleiðinni sinnir djákni sem starfar innan skólanna (það er tenging kirkjunnar við vinaleiðina). Djákninn gefur sér tíma til að hlusta á börnin og aðstoða þau ef þeim líður illa. Með því að halda því fram að þetta sé trúboð hlýtur fólk að halda að djákninn fari með bænirnar með börnunum. Það er ekki að gerast.
Djákninn hlustar á börnin og leyfir þeim að tala (eitthvað sem við foreldrar mættum gefa okkur meiri tíma til að gera).
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.