13.12.2007 | 21:13
Mandarínu melóna
Nú er bræðurnir 13 farnir að týnast til byggða.
Tveir komnir og 11 eftir. Þeir bræður hafa verið tilbúnir. Fundu bestu skónna, sem ekki er hægt að nota á veturna.
Annar þeirra kom sigrihrósandi inn til okkar kl 6.30 í morgun, veifaði mandarínu og tilkynnti hróðugur að hann hefði fengið melónu í skóinn!
Hinn sendir jólasveininum bréf í kvöld sem hljóðar svona:
Kæri jóli
viltu gefa mer legolögubíl
kveðja kristinn
Þetta er handskrifað með ólæsilegri skrift 8 ára stráks (sem finnst ööömurlegt að læra að skrifa!).
Annars er sá þriðji veikur, greindist með lungnabólgu í gær. Hefur verið hóstandi og geltandi í margar vikur. Þrátt fyrir nokkrar ferðir á heilsugæslu til að láta hlusta þann stutta hefur ekkert greinst. Fyrr en við foreldrarnir fengum nóg og fórum með hann til barnalæknis. Sá stutti lagði stofu læknisins í rúst (í 10 mínútna viðtali) og öskraði MJÖG hátt á konurnar á röntgen. Hann er allur að koma til og verður orðinn sprækur sem lækur um og eftir helgi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.