22.12.2007 | 15:06
Jólafriður!
Það fer lítið fyrir jólastressi hér í Greninu. Þó á eftir að skrifa 3 jólakort, fara með nokkur, pakka inn gjöfum, þrífa húsið, fara í búð og baka 2 sortir af smákökum.
Ég er alveg salí róleg og finnst það æðislegt!
Horfi út um gluggann minn og það er svoooo fallegt veður hér í sveitinni, alveg logn og pínu föl yfir. Reykjalundur skartar sínu fegursta. Og litlu fellin hér í kring svo falleg að sjá.
Góðir vinir okkar eignuðust dóttur í gærkvöldi, til hamingju með það kæru vinir!!
Eins langar mig að biðja ykkur um að hugsa hlýlega til nágrannans sem ég nefndi um daginn. Fjallið hans er orðið mikið hærra en fyrir nokkrum dögum. Hann þarf á hlýjum hugsunum og styrk að halda.
Ég er farin í bæinn að horfa á fólkið í jólastressinu. Ætla að njóta lífsins, rölta um og skoða mannlífið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.