Jólahátíðin

IMG_7816Nú eru jólin liðin hjá okkur í Greninu. Það er ekki hægt að segja að þau líði í friði og engum látum hér!

Á aðfangadag munaði ekki litlu að elsti sonurinn færi yfir um af stressi og ekki skánaði það þegar sá í miðið tók undir gaulið - en skyldi þetta samt ekki alveg.

Þegar kom að opnun pakka byrjaði sá elsti eins og í akkorðs vinnu við að taka upp pakkana. Við urðum að biðja hann um að slaka aðeins á - svo þetta tæki lengri tíma en 3 mínútur. Sá í miðið var ívið rólegri en þegar líða fór á og athygli foreldranna að dreifast tók hann sig til og tók upp pakka þess yngsta!

Jólin liðu eftir þetta nokkuð rólega, sá yngsti er enn slappur eftir lungnabólguna og fór ég með hann til læknis á aðfangadag og fékk fyrir hann púst. Að vana fékk sá í miðið hita á jóladag.

Gærdagurinn var svo draumadagur (langþráður) þá vorum við á náttfötunum fram að kvöldmat. Það eru draumajól hjá mér.

Það snjóaði mikið hér á jóladag og tók ég fallegar myndir af því. Reyni að koma þeim myndum inn á eftir. Það hefur gengið eitthvað brösulega í síðustu skipti. Tel það frekar mína vankunnáttu Smile

Annars fékk ég nokkra fína hluti í jólagjöf. Spóluskó og loðhúfu, sjónvarp, hanska og trefil og nokkra hluti í matarstellið mitt.

Þegar IKEA kristallinn var orðinn þreyttur drattaðist ég loksins af stað og fann mér matarstell til að safna. Mér fannst hálf asnalegt að vera á gjafalista í búð þegar ekkert brúðkaup er á döfinni. Veit svo sem ekkert með brúðkaupið en fólk getur a.m.k. keypt af honum fyrir okkur í jóla og afmælisgjafir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband